Flundra á Íslandi / The European flounder in Iceland

 - English below  -           

Hvað vitum við um flundruna á Íslandi og hvað vitum við ekki?

Flundra (Platichthys flesus) er flatfisktegund sem er algeng í grunnum strandsjó í vestur-Evrópu. Í Evrópu er flundran víða veidd í atvinnuskyni en er einnig vinsæl til stangveiði og sjóstangveiði. Flundra fannst fyrst á Íslandi árið 1999 þegar hún veiddist við ósa Ölfusár. Frá þeim tíma dreifðist flundran hratt um landið og finnst nú víðast hvar á Íslandi. Eina svæðið þar sem flundra hefur ekki enn verið staðfest er norðausturhorn landsins. Flundran er algengust í árósum en fer oft inn í ferskvatn, bæði ár og vötn, þar sem hún nýtir sömu búsvæði og laxfiskar.

Núverandi þekking á útbreiðslu flundrunnar hefur notið góðs af því að stangveiðimenn á Íslandi miðli upplýsingum um staði þar sem þeir sáu eða veiddu flundru. Þrátt fyrir að flundra hafi verið til staðar á Íslandi í rúma tvo áratugi vitum við of lítið um tilvist hennar í íslenskum vistkerfum og áhrif hennar á umhverfið. Nokkrar vísbendingar hafa komið fram um hugsanleg áhrif flundru á laxfiska og flatfiska, bæði vegna samkeppni á milli tegundanna en einnig vegna afráns.


Með doktorsrannsókn minni hef ég getað svarað nokkrum spurningum um stofnun flundru á Íslandi. Með erfðafræðilegri rannsókn tókst mér að bera kennsl á Færeyjar sem líklegan upprunastað íslenskrar flundru. Eins nota ég merkingar með hljóðmerkjum til að kanna hvernig flundran dreifist innan vatnabúsvæða, bæði við árósa og í sjó, en einnig innan ferskvatns. Stór hluti af doktorsnámi mínu hefur verið að kanna hvernig flundran hefur áhrif á stangveiðisamfélagið og hvernig þekking stangveiðimanna getur hjálpað til að bæta skilning okkar á flundru á Íslandi. Árið 2019 gaf ég út netkönnun þar sem stangveiðimenn voru til dæmis spurðir hvar þeir hafi séð eða veitt flundru og hvað þeim finnst um þessa tegund. Með hjálp þátttakenda tókst mér að tvöfalda þekkingu okkar á útbreiðslu flundru á Íslandi og vekja athygli á neikvæða upplifun og áhyggjum af flundru.

Hvernig getur þú hjálpað?

Sem næsta skref vonast ég til að safna upplýsingum um útbreiðslu flundru innan íslenskra áa og hvernig sú útbreiðsla breytist yfir stangveiðitímabilið. Því bið ég stangveiðisamfélagið aftur um framlag og aðstoð. Ég hef útbúið stutta könnun (~ 5 mínútur) með nokkrum spurningum um veiðiferðina þína eins og hvort þú hafir rekist á flundru í ánni eða ekki. Hlekk á könnunina má finna hér: https://forms.office.com/r/1h2phHkv07

Þátttökuverðlaun í boði! Dregið verður úr innsendum svörum í lok verkefnisins. Endilega deilið með þeim sem gætu haft áhuga á að taka þátt. Könnunin er ekki rekjanleg en vinsamlegast gefðu upp netfangið þitt í lok könnunarinnar til að eiga möguleika á vinning og ef þú vilt fá upplýsingar um niðurstöður þessa verkefnis.

Ég svara gjarnan fleiri spurningum með tölvupósti (thh183@hi.is). Frekari upplýsingar og umfjöllun um rannsóknir mínar má t.d. finna í þessum þætti Landans frá október 2021

----------------

Flounder has been documented in Icelandic waters since 1999, when it was caught at the mouth of the river Ölfusá. Since it was first identified, the flounder quickly spread around the country and can now be found in most parts of Iceland. The flounder is most abundant in estuaries but often enters freshwater habitats of rivers and lakes where it co-occurs with native salmonids.


Current knowledge on the flounders´ distribution has greatly benefited from the input of recreational fishermen in Iceland sharing information on locations where they encountered flounder. Despite flounder being present in Iceland for over two decades, the introduction of flounder, its presence in the Icelandic ecosystems and the impacts on the environment are not well understood. There have been some indications of potential impacts of flounder on salmonids and native flatfish both via competition for resources as well as direct predation.

How can you help?

As a next step, I am hoping to collect information on the distribution of flounder within Icelandic rivers and how that distribution changes throughout the angling season. For this purpose, I am once again asking the recreational fishing community for their input and help. I have prepared a short survey (~ 5 minutes), where you are asked a few questions about your fishing trip such as whether you have encountered flounder in the river or not. The links to the survey can be found here:    https://forms.office.com/r/1h2phHkv07

There will be prizes! Winners will be drawn from all participants at the end of the season. Please share with anyone who might be interested in participating. This survey in anonymous but make sure to leave an email address to enter the price draw or if you want to be informed about the outcome of this project.

I am happy to answer more questions via email (thh183@hi.is). Some more information about my research can be found in this report on Landinn from October 2021